Óvíst hver annast kennslu í lögreglufræðum þegar haustar Þórdís Valsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Lögreglan sinnir margvíslegum störfum. Óvíst er hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en gert er ráð fyrir að það skýrist í byrjun næsta mánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira