Ólafur stefnir íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. október 2016 18:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira