Plant segist ekki muna eftir ýkja mörgu frá upphafi áttunda áratugarins Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júní 2016 11:42 Liðsmenn Led Zeppelin segjast aldrei hafa heyrt lagið Taurus sem er vissulega keimlíkt Stairway to Heaven. Vísir/Getty Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega. Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega.
Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07