Heppnin með Spánverja á Bíldshöfða: „Þetta var bara hans dagur“ Ásgeir Erlendsson skrifar 28. september 2016 11:30 Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira