Lögreglan segist ekki handtaka fólk sem neitar að borga á veitingastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2016 14:26 Frá Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna átta ferðamanna sem neituðu að greiða fyrir mat og drykk. Ferðamennirnir voru ósáttir við skammtastærðirnar á veitingastaðnum, vildu fá meira fyrir peninginn og neituðu því að borga.Sjá einnig: Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Greint var frá þessu í dagbók lögreglunnar í morgun en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki algengt að lögreglan sé kölluð til vegna svona mála, þar sem viðskiptavinir neita að greiða fyrir mat á veitingastöðum. Hann segir málið ekki hafa gengið svo langt að ferðamönnunum hafi verið hótað handtöku, enda gangi lögreglan aldrei svo langt í slíkum málum, líkt og því sem átti sér stað á veitingastaðnum í Hafnarfirði. Hefðu ferðamennirnir hins vegar staðið við það að neita að greiða fyrir matinn, þá hefði lögreglan safnað upplýsingum um þá og væntanlega kært þá fyrir fjársvik. „Við leitum alltaf að meðalhófinu,“ segir Margeir við Vísi um málið. Frá Neytendastofu fengust þær upplýsingar að veitingastaðir hafi almennt frekar frjálsar hendur þegar kemur að skammtastærðum. Nema þeir hafi auglýst fyrirframgefna skammtastærð, 120 gramma steik, 200 gramma hamborgara, 16 tommu pizzu, svo dæmi séu tekin, en afgreiddur réttur næði ekki þeirri stærð. Þá væri veitingastaðurinn búinn að gera sig sekan um villandi upplýsingar, sem og ef hann auglýsir veglegan rétt með mynd en sú mynd sé í engu samræmi við afgreiddan rétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna átta ferðamanna sem neituðu að greiða fyrir mat og drykk. Ferðamennirnir voru ósáttir við skammtastærðirnar á veitingastaðnum, vildu fá meira fyrir peninginn og neituðu því að borga.Sjá einnig: Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Greint var frá þessu í dagbók lögreglunnar í morgun en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki algengt að lögreglan sé kölluð til vegna svona mála, þar sem viðskiptavinir neita að greiða fyrir mat á veitingastöðum. Hann segir málið ekki hafa gengið svo langt að ferðamönnunum hafi verið hótað handtöku, enda gangi lögreglan aldrei svo langt í slíkum málum, líkt og því sem átti sér stað á veitingastaðnum í Hafnarfirði. Hefðu ferðamennirnir hins vegar staðið við það að neita að greiða fyrir matinn, þá hefði lögreglan safnað upplýsingum um þá og væntanlega kært þá fyrir fjársvik. „Við leitum alltaf að meðalhófinu,“ segir Margeir við Vísi um málið. Frá Neytendastofu fengust þær upplýsingar að veitingastaðir hafi almennt frekar frjálsar hendur þegar kemur að skammtastærðum. Nema þeir hafi auglýst fyrirframgefna skammtastærð, 120 gramma steik, 200 gramma hamborgara, 16 tommu pizzu, svo dæmi séu tekin, en afgreiddur réttur næði ekki þeirri stærð. Þá væri veitingastaðurinn búinn að gera sig sekan um villandi upplýsingar, sem og ef hann auglýsir veglegan rétt með mynd en sú mynd sé í engu samræmi við afgreiddan rétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21