Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Allt kapp er lagt á að ljúka rannsókn á slysi í Silfru. Kínversk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala. Eiginmaður konunnar fær aðstoð kínverska sendiráðsins. vísir/pjetur Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum á þriðjudag kom til Íslands með eiginmanni sínum. Kínverska sendiráðið hefur verið honum innan handar og hafa foreldrar konunnar verið látnir vita af mjög alvarlegu ástandi hennar. „Kínverska sendiráðið hefur veitt mikla aðstoð vegna þessa hörmulega atburðar og gert margar ráðstafanir til þess að veita vernd og ráðgjöf til þeirra kínversku ríkisborgara sem eiga hlut að máli,“ segir í svari frá sendiráðinu. Rannsókn lögreglu á því hvernig og hvers vegna slysið varð er enn í fullum gangi en yfirheyrslum er lokið. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir fjölmarga koma að rannsókn málsins. „Sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkvilið og kafarar frá Landhelgisgæslunni aðstoðuðu við það verk að ná stykkjum og hlutum af búningi konunnar upp af botninum. Hún sökk þrjátíu metra til botns.“ Bannað er að kafa í Silfru á meira en 18 metra dýpi. Þorgrímur Óli segir konuna ekki hafa farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“ Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum.“ Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum á þriðjudag kom til Íslands með eiginmanni sínum. Kínverska sendiráðið hefur verið honum innan handar og hafa foreldrar konunnar verið látnir vita af mjög alvarlegu ástandi hennar. „Kínverska sendiráðið hefur veitt mikla aðstoð vegna þessa hörmulega atburðar og gert margar ráðstafanir til þess að veita vernd og ráðgjöf til þeirra kínversku ríkisborgara sem eiga hlut að máli,“ segir í svari frá sendiráðinu. Rannsókn lögreglu á því hvernig og hvers vegna slysið varð er enn í fullum gangi en yfirheyrslum er lokið. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir fjölmarga koma að rannsókn málsins. „Sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkvilið og kafarar frá Landhelgisgæslunni aðstoðuðu við það verk að ná stykkjum og hlutum af búningi konunnar upp af botninum. Hún sökk þrjátíu metra til botns.“ Bannað er að kafa í Silfru á meira en 18 metra dýpi. Þorgrímur Óli segir konuna ekki hafa farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“ Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum.“
Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00