Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 15:52 Annþór Kristján Karlsson í dómssal í héraðsdómi í ótengdu máli. Vísir/GVA Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. Lögreglumaðurinn skrifaði upplýsingaskýrslu um þessa frásögn Sigurðar þann 23. maí 2012 en Sigurður lést í klefa sínum á Litla-Hrauni þann 17. maí sama ár. Er þeim Annþóri og Berki gefið að sök að hafa ráðist á Sigurð með þeim afleiðingum að hann lést. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Hann heldur á miða sem á stendur: „Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?“Vísir Höfðu aldrei séð skýrsluna Þegar kalla átti lögreglumanninn til sem vitni kom í ljós að verjendur hefðu aldrei séð umrædda upplýsingaskýrslu fyrr. Dómurinn hafði hana hins vegar undir höndum þar sem hún er hluti af gögnum málsins en fyrir mistök fengu verjendur hana ekki. Þeir mótmæltu því að lögreglumaðurinn kæmi fyrir dóminn og sögðu umrædda skýrslu ekki hafa neitt gildi fyrir málið. Dómari féllst engu að síður á að kalla lögreglumanninn til og sagði hann frá því sem fram hefði farið á milli hans og Sigurðar þarna í apríl 2012. „Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn. Hólmgeir Elías Flosason er verjandi Annþórs Karlssonar.Mynd/versus Sammála að um haugalygi væri að ræða Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði lögreglumanninn hvers vegna hann hefði spurt Sigurð út í Annþór og Börk. Lögreglumaðurinn svaraði því til að það væri ekkert sem stoppaði hann í því að ræða um brotamenn. Hólmgeir spurði þá hvers vegna hann hefði sérstaklega rætt þá og sagði lögreglumaðurinn þá að hann hefði fengið upplýsingar um að Annþór og Börkur hefðu verið að kúga menn til þess að brjótast inn fyrir sig. Verjandinn spurði hann þá, í ljósi þess að Sigurður hafi verið að játa á sig mjög alvarlega líkamsárás, hvers vegna lögreglan hann hefði ekki hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að hann vissi ekki annað en að Annþór væri á lífi og að hann hefði þá getað kært málið ef þetta hefði gerst. Aðspurður kvaðst lögreglumaðurinn ekki hafa getið lagt mat á hvort Sigurður væri að segja satt og sagðist einfaldlega ekki vita hvort hann væri að segja satt eða ekki. Bæði Annþór og Börkur gáfu aftur skýrslu vegna þessarar frásagnar lögreglumannsins. Það er skemmst frá því að segja að báðir sögðu þetta haugalygi og sagði Annþór að ef hann hefði verið stunginn með sprautunál sem hann héldi að væri sýkt þá hefði hann samstundis leitað á bráðamóttökuna. Það hefði hann hins vegar aldrei gert. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. Lögreglumaðurinn skrifaði upplýsingaskýrslu um þessa frásögn Sigurðar þann 23. maí 2012 en Sigurður lést í klefa sínum á Litla-Hrauni þann 17. maí sama ár. Er þeim Annþóri og Berki gefið að sök að hafa ráðist á Sigurð með þeim afleiðingum að hann lést. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Hann heldur á miða sem á stendur: „Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?“Vísir Höfðu aldrei séð skýrsluna Þegar kalla átti lögreglumanninn til sem vitni kom í ljós að verjendur hefðu aldrei séð umrædda upplýsingaskýrslu fyrr. Dómurinn hafði hana hins vegar undir höndum þar sem hún er hluti af gögnum málsins en fyrir mistök fengu verjendur hana ekki. Þeir mótmæltu því að lögreglumaðurinn kæmi fyrir dóminn og sögðu umrædda skýrslu ekki hafa neitt gildi fyrir málið. Dómari féllst engu að síður á að kalla lögreglumanninn til og sagði hann frá því sem fram hefði farið á milli hans og Sigurðar þarna í apríl 2012. „Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn. Hólmgeir Elías Flosason er verjandi Annþórs Karlssonar.Mynd/versus Sammála að um haugalygi væri að ræða Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði lögreglumanninn hvers vegna hann hefði spurt Sigurð út í Annþór og Börk. Lögreglumaðurinn svaraði því til að það væri ekkert sem stoppaði hann í því að ræða um brotamenn. Hólmgeir spurði þá hvers vegna hann hefði sérstaklega rætt þá og sagði lögreglumaðurinn þá að hann hefði fengið upplýsingar um að Annþór og Börkur hefðu verið að kúga menn til þess að brjótast inn fyrir sig. Verjandinn spurði hann þá, í ljósi þess að Sigurður hafi verið að játa á sig mjög alvarlega líkamsárás, hvers vegna lögreglan hann hefði ekki hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að hann vissi ekki annað en að Annþór væri á lífi og að hann hefði þá getað kært málið ef þetta hefði gerst. Aðspurður kvaðst lögreglumaðurinn ekki hafa getið lagt mat á hvort Sigurður væri að segja satt og sagðist einfaldlega ekki vita hvort hann væri að segja satt eða ekki. Bæði Annþór og Börkur gáfu aftur skýrslu vegna þessarar frásagnar lögreglumannsins. Það er skemmst frá því að segja að báðir sögðu þetta haugalygi og sagði Annþór að ef hann hefði verið stunginn með sprautunál sem hann héldi að væri sýkt þá hefði hann samstundis leitað á bráðamóttökuna. Það hefði hann hins vegar aldrei gert.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10