Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 15:52 Annþór Kristján Karlsson í dómssal í héraðsdómi í ótengdu máli. Vísir/GVA Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. Lögreglumaðurinn skrifaði upplýsingaskýrslu um þessa frásögn Sigurðar þann 23. maí 2012 en Sigurður lést í klefa sínum á Litla-Hrauni þann 17. maí sama ár. Er þeim Annþóri og Berki gefið að sök að hafa ráðist á Sigurð með þeim afleiðingum að hann lést. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Hann heldur á miða sem á stendur: „Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?“Vísir Höfðu aldrei séð skýrsluna Þegar kalla átti lögreglumanninn til sem vitni kom í ljós að verjendur hefðu aldrei séð umrædda upplýsingaskýrslu fyrr. Dómurinn hafði hana hins vegar undir höndum þar sem hún er hluti af gögnum málsins en fyrir mistök fengu verjendur hana ekki. Þeir mótmæltu því að lögreglumaðurinn kæmi fyrir dóminn og sögðu umrædda skýrslu ekki hafa neitt gildi fyrir málið. Dómari féllst engu að síður á að kalla lögreglumanninn til og sagði hann frá því sem fram hefði farið á milli hans og Sigurðar þarna í apríl 2012. „Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn. Hólmgeir Elías Flosason er verjandi Annþórs Karlssonar.Mynd/versus Sammála að um haugalygi væri að ræða Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði lögreglumanninn hvers vegna hann hefði spurt Sigurð út í Annþór og Börk. Lögreglumaðurinn svaraði því til að það væri ekkert sem stoppaði hann í því að ræða um brotamenn. Hólmgeir spurði þá hvers vegna hann hefði sérstaklega rætt þá og sagði lögreglumaðurinn þá að hann hefði fengið upplýsingar um að Annþór og Börkur hefðu verið að kúga menn til þess að brjótast inn fyrir sig. Verjandinn spurði hann þá, í ljósi þess að Sigurður hafi verið að játa á sig mjög alvarlega líkamsárás, hvers vegna lögreglan hann hefði ekki hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að hann vissi ekki annað en að Annþór væri á lífi og að hann hefði þá getað kært málið ef þetta hefði gerst. Aðspurður kvaðst lögreglumaðurinn ekki hafa getið lagt mat á hvort Sigurður væri að segja satt og sagðist einfaldlega ekki vita hvort hann væri að segja satt eða ekki. Bæði Annþór og Börkur gáfu aftur skýrslu vegna þessarar frásagnar lögreglumannsins. Það er skemmst frá því að segja að báðir sögðu þetta haugalygi og sagði Annþór að ef hann hefði verið stunginn með sprautunál sem hann héldi að væri sýkt þá hefði hann samstundis leitað á bráðamóttökuna. Það hefði hann hins vegar aldrei gert. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. Lögreglumaðurinn skrifaði upplýsingaskýrslu um þessa frásögn Sigurðar þann 23. maí 2012 en Sigurður lést í klefa sínum á Litla-Hrauni þann 17. maí sama ár. Er þeim Annþóri og Berki gefið að sök að hafa ráðist á Sigurð með þeim afleiðingum að hann lést. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Hann heldur á miða sem á stendur: „Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?“Vísir Höfðu aldrei séð skýrsluna Þegar kalla átti lögreglumanninn til sem vitni kom í ljós að verjendur hefðu aldrei séð umrædda upplýsingaskýrslu fyrr. Dómurinn hafði hana hins vegar undir höndum þar sem hún er hluti af gögnum málsins en fyrir mistök fengu verjendur hana ekki. Þeir mótmæltu því að lögreglumaðurinn kæmi fyrir dóminn og sögðu umrædda skýrslu ekki hafa neitt gildi fyrir málið. Dómari féllst engu að síður á að kalla lögreglumanninn til og sagði hann frá því sem fram hefði farið á milli hans og Sigurðar þarna í apríl 2012. „Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn. Hólmgeir Elías Flosason er verjandi Annþórs Karlssonar.Mynd/versus Sammála að um haugalygi væri að ræða Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði lögreglumanninn hvers vegna hann hefði spurt Sigurð út í Annþór og Börk. Lögreglumaðurinn svaraði því til að það væri ekkert sem stoppaði hann í því að ræða um brotamenn. Hólmgeir spurði þá hvers vegna hann hefði sérstaklega rætt þá og sagði lögreglumaðurinn þá að hann hefði fengið upplýsingar um að Annþór og Börkur hefðu verið að kúga menn til þess að brjótast inn fyrir sig. Verjandinn spurði hann þá, í ljósi þess að Sigurður hafi verið að játa á sig mjög alvarlega líkamsárás, hvers vegna lögreglan hann hefði ekki hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að hann vissi ekki annað en að Annþór væri á lífi og að hann hefði þá getað kært málið ef þetta hefði gerst. Aðspurður kvaðst lögreglumaðurinn ekki hafa getið lagt mat á hvort Sigurður væri að segja satt og sagðist einfaldlega ekki vita hvort hann væri að segja satt eða ekki. Bæði Annþór og Börkur gáfu aftur skýrslu vegna þessarar frásagnar lögreglumannsins. Það er skemmst frá því að segja að báðir sögðu þetta haugalygi og sagði Annþór að ef hann hefði verið stunginn með sprautunál sem hann héldi að væri sýkt þá hefði hann samstundis leitað á bráðamóttökuna. Það hefði hann hins vegar aldrei gert.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10