Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:13 Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs. vísir/valli Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38
Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40