Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 11:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ? Kosningar 2016 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ?
Kosningar 2016 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira