Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Una Sighvatsdóttir skrifar 17. janúar 2016 19:45 Eins og margir Íslendingar voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Guðmundur Ágústsson snortin af neyð flóttafólks á síðasta ári. Þau ákváð því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum og segjast þakklát fyrir að hafa þannig fengið tækifæri til þess að leggja sitt að mörkum þannig. „Við höfðum náttúrulega fylgst með fréttum frá Sýrlandi og ófriðnum þar og svo þegar flóttamannastraumurinn fór að magnast fylgdumst við með fréttum með því og leist ekkert á blikuna um hvernig ástandið var á fólkinu og fundum til með þeim," segir Sigríður. Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu.Sýrlensku fjölskyldurnar sem hingað koma hafa allar dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon eftir að þær flýðu heimaland sitt.Verða í ömmu- og afahlutverkinu Sigríður og Guðmundur ræddu málið við sína nánustu og úr varð að öll stórfjölskyldan ákvað að taka höndum saman, alls um 25 manns í þremur fjölskyldum. „Við erum sem sagt tvö og eigum fimm börn og þau ætla að vera með í þessu. Síðan eru tvær systur Sigríðar sem eru með líka og við ætlum að mynda góðan hóp til að geta staðið sæmilega að þessu," segir Guðmundur. Rauði krossinn reynir að para fjölskyldurnar þannig að þær eigi samleið, til dæmis með svipuð áhugamál og börn á sama reki. „Í okkar tilfelli þá verðum við örugglega svolítið í ömmu- og afahlutverki í þessari fjölskyldu, en krakkarnir okkar og barnabörnin meira í systkina- og vinahlutverki," segir Sigríður.Reyna að setja sig í þeirra spor Í kjölfar ákvörðunarinnar um að gerast stuðningsfjölskylda hefur áhugi hjónanna á málefnum arabaheimsins aukist mjög að sögn Sigríðar. Auk þess að sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum hafa þau nýtt tímann síðustu vikur til að lesa sér mikið til og þessa dagana sækja þau námskeið um sögu og menningu Miðausturlanda sem Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor kennir við Endurmenntun Háskóla Íslands. Guðmundur segir þau hafa gert það til að reyna að vera betur að sér. „Þegar við ákváðum þetta fyrst var það af ákveðinni mannúð, en síðan auðvitað vill maður setja sig í spor þessa fólks sem er að koma, þannig að við getum veitt þeim allan þann stuðning sem hugsanlega þau ætlast til, eða stjórnvöld."Magnús og Sigríður vita enn sem komið er lítið sem ekkert um fjölskylduna sem þau hafa verið tengd við en vonast til að stjórfjölskyldan geti í sameiningu leitt þau inn í íslenskt samfélagi.Ólíkir menningarheimar mætast Aðspurður játar Guðmundur því að nú þegar styttist í komu flóttafólksins finni þau bæði fyrir tilhlökkkun og kvíða. Vissulega muni framandi menningarheimar mætast að mörgu leyti en þau hafi undirbúið sig vel og séu tilbúin að takast á við verkefnið. Sigríður bætir við að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að margir meðal flóttafólksins gangi líklega með þann draum í hjarta að komast aftur heim. „Það er ekkert víst að þau verði um aldur og ævi á Íslandi, en hugsunin er náttúrulega sú að hjálpa þeim að líða vel á meðan þau eru hérna. Svo kannski verða þau áfram, við vitum það ekki." Tengdar fréttir Undirrituðu samninga um móttöku sýrlenskra flóttamanna Von er á 55 sýrlenskum flóttamönnum til landsins í desember. 25. nóvember 2015 14:30 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Rauði krossinn vinnur nú að því að búa flóttafjölskyldunum heimili. Fólkið kemur hingað allslaust úr flóttamannabúðum og vantar því allt frá hnífapörum til húsgagna. 6. desember 2015 20:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Eins og margir Íslendingar voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Guðmundur Ágústsson snortin af neyð flóttafólks á síðasta ári. Þau ákváð því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum og segjast þakklát fyrir að hafa þannig fengið tækifæri til þess að leggja sitt að mörkum þannig. „Við höfðum náttúrulega fylgst með fréttum frá Sýrlandi og ófriðnum þar og svo þegar flóttamannastraumurinn fór að magnast fylgdumst við með fréttum með því og leist ekkert á blikuna um hvernig ástandið var á fólkinu og fundum til með þeim," segir Sigríður. Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu.Sýrlensku fjölskyldurnar sem hingað koma hafa allar dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon eftir að þær flýðu heimaland sitt.Verða í ömmu- og afahlutverkinu Sigríður og Guðmundur ræddu málið við sína nánustu og úr varð að öll stórfjölskyldan ákvað að taka höndum saman, alls um 25 manns í þremur fjölskyldum. „Við erum sem sagt tvö og eigum fimm börn og þau ætla að vera með í þessu. Síðan eru tvær systur Sigríðar sem eru með líka og við ætlum að mynda góðan hóp til að geta staðið sæmilega að þessu," segir Guðmundur. Rauði krossinn reynir að para fjölskyldurnar þannig að þær eigi samleið, til dæmis með svipuð áhugamál og börn á sama reki. „Í okkar tilfelli þá verðum við örugglega svolítið í ömmu- og afahlutverki í þessari fjölskyldu, en krakkarnir okkar og barnabörnin meira í systkina- og vinahlutverki," segir Sigríður.Reyna að setja sig í þeirra spor Í kjölfar ákvörðunarinnar um að gerast stuðningsfjölskylda hefur áhugi hjónanna á málefnum arabaheimsins aukist mjög að sögn Sigríðar. Auk þess að sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum hafa þau nýtt tímann síðustu vikur til að lesa sér mikið til og þessa dagana sækja þau námskeið um sögu og menningu Miðausturlanda sem Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor kennir við Endurmenntun Háskóla Íslands. Guðmundur segir þau hafa gert það til að reyna að vera betur að sér. „Þegar við ákváðum þetta fyrst var það af ákveðinni mannúð, en síðan auðvitað vill maður setja sig í spor þessa fólks sem er að koma, þannig að við getum veitt þeim allan þann stuðning sem hugsanlega þau ætlast til, eða stjórnvöld."Magnús og Sigríður vita enn sem komið er lítið sem ekkert um fjölskylduna sem þau hafa verið tengd við en vonast til að stjórfjölskyldan geti í sameiningu leitt þau inn í íslenskt samfélagi.Ólíkir menningarheimar mætast Aðspurður játar Guðmundur því að nú þegar styttist í komu flóttafólksins finni þau bæði fyrir tilhlökkkun og kvíða. Vissulega muni framandi menningarheimar mætast að mörgu leyti en þau hafi undirbúið sig vel og séu tilbúin að takast á við verkefnið. Sigríður bætir við að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að margir meðal flóttafólksins gangi líklega með þann draum í hjarta að komast aftur heim. „Það er ekkert víst að þau verði um aldur og ævi á Íslandi, en hugsunin er náttúrulega sú að hjálpa þeim að líða vel á meðan þau eru hérna. Svo kannski verða þau áfram, við vitum það ekki."
Tengdar fréttir Undirrituðu samninga um móttöku sýrlenskra flóttamanna Von er á 55 sýrlenskum flóttamönnum til landsins í desember. 25. nóvember 2015 14:30 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Rauði krossinn vinnur nú að því að búa flóttafjölskyldunum heimili. Fólkið kemur hingað allslaust úr flóttamannabúðum og vantar því allt frá hnífapörum til húsgagna. 6. desember 2015 20:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Undirrituðu samninga um móttöku sýrlenskra flóttamanna Von er á 55 sýrlenskum flóttamönnum til landsins í desember. 25. nóvember 2015 14:30
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Rauði krossinn vinnur nú að því að búa flóttafjölskyldunum heimili. Fólkið kemur hingað allslaust úr flóttamannabúðum og vantar því allt frá hnífapörum til húsgagna. 6. desember 2015 20:00