Svona lætur hann drekann spúa eldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 14:00 Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00