Guðni setti sjálfur milljón í framboð sitt Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 14:31 Guðni flytur innsetningarræðu sína. visir/eyþór Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira