Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira