Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2016 11:23 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, eru á öndverðum meiði þegar kemur að umræðunni um að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á málinu og tókust þau Áslaug og Kári á í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er auðvitað eðlilegt framfaramál, mál sem þarf að komast í gegn þótt þetta sé ekki forgangsmál hjá einum né neinum,“ sagði Áslaug Arna sem telur ekki hlutverk ríkisins að reka slíkan rekstur. Ótækt sé að það kosti ríkið háa fjármuni að reka verslanirnar eins og staðan sé nú.Fréttaskýring:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Kári er sammála Áslaugu Örnu að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi. Hans forsendur eru þó nokkuð aðrar en Áslaugar. „Mér finnst dálítil þversögn í því að ríki sem er að dæma menn í langar fangelsisvistir fyrir að selja eitt dóp sé að selja annað dóp. Ég held að það sé ekkert að því að ríkið selji ÁTVR eða einstakar verslanir,“ sagði Kári. „Þetta mál er orðið útrætt og þarf ekkert að ræða það frekar. Það hlýtur að vera komið að því í lýðræðisþjóðfélaginu sem við búum í að fólk fari að vilja kjósa um þetta,“ sagði Áslaug Arna.Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sá sem mælir fyrir frumvarpi um að koma áfengi í matvöruverslanir.VÍSIR/ANTON BRINKBetra að selja ÁTVR en Landsbankann Kári var alls ekki sammála því að málið hlyti að vera útrætt. „Það er búið að sýna annars staðar að með því að flytja áfengi í matvöruverslanir eykurðu notkun og sölu og eykur þar af leiðandi þau heilsuvandamál sem af þeim stafa,“ sagði Kári. „Fíknissjúkdómar, alkóhólismi og svipaðir sjúkdómar eru alvarlegustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi. Þetta er mjög alvarlegt heilsuvandamál. Það er mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að sjá til þess að áfengi fari ekki inn í matvöruveslanir.“ Kári benti á að þótt aðgengi sé nokkuð gott að áfengi á Íslandi þá sé það í sérstökum verslunum sem fólk fer inn í í þeim tilgangi að kaupa áfengi. „Ef þú setur í matvöruverslanir verður það fyrir augunum á þeim sem að eru að reyna að halda sig frá áfengi en þurfa að fara inn í matvöruverslanir til að kaupa sér mat.“ Hins vegar megi alveg velta fyrir sér að ríkið selji verslanirnar. Það hefði líklega verið betri hugmynd en að selja Landsbankann að mati Kára. Áfengið ætti samt að vera í sérverslunum. „Þetta er spurning um hvernig við hlúum að lösnu fólki í okkar samfélagi, ungu fólki í okkar samfélagi og reynum að koma í veg fyrir þann vanda sem hlýst af áfengissýki og annarri fíkn.“Þessir mættu í ÁTVR þann 1. mars 1989 og keyptu sér bjór.Vísir/GVASami hræðsluáróður og áður Áslaug lýsti skoðunum Kára að einhverju leyti sem hræðsluáróðri, að fólk verði galið af því að fara inn í matvöruverslun og sjá áfengi. Hræðsluáróðurinn væri á pari við það sem var í aðdraganda þess að bjórbanninu var aflétt, litasjónvörp komu á dagskrá og öðrum en ríkinu var leyft að vera með útvarpssendingar. „Þetta er nákvæmlega sami hræðsluáróðurinn frá fólki sem er afturhaldssamt.“ Kári kallaði röksemdir Áslaugar hlægilegar og fáránlegar þar sem búið væri að sýna fram á að með tilfærslu í matvöruverslanir aukist sala. Það væri ekki fórnarkostnaður sem væri þess virði að færa að færa áfengið í matvöruverslanir til að spara ríkinu pening. Áslaug var hins vegar þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla væri ástæða þess að dregið hefði úr áfengisneyslu eins og tölur SÁÁ sýni. Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, eru á öndverðum meiði þegar kemur að umræðunni um að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á málinu og tókust þau Áslaug og Kári á í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er auðvitað eðlilegt framfaramál, mál sem þarf að komast í gegn þótt þetta sé ekki forgangsmál hjá einum né neinum,“ sagði Áslaug Arna sem telur ekki hlutverk ríkisins að reka slíkan rekstur. Ótækt sé að það kosti ríkið háa fjármuni að reka verslanirnar eins og staðan sé nú.Fréttaskýring:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Kári er sammála Áslaugu Örnu að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi. Hans forsendur eru þó nokkuð aðrar en Áslaugar. „Mér finnst dálítil þversögn í því að ríki sem er að dæma menn í langar fangelsisvistir fyrir að selja eitt dóp sé að selja annað dóp. Ég held að það sé ekkert að því að ríkið selji ÁTVR eða einstakar verslanir,“ sagði Kári. „Þetta mál er orðið útrætt og þarf ekkert að ræða það frekar. Það hlýtur að vera komið að því í lýðræðisþjóðfélaginu sem við búum í að fólk fari að vilja kjósa um þetta,“ sagði Áslaug Arna.Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sá sem mælir fyrir frumvarpi um að koma áfengi í matvöruverslanir.VÍSIR/ANTON BRINKBetra að selja ÁTVR en Landsbankann Kári var alls ekki sammála því að málið hlyti að vera útrætt. „Það er búið að sýna annars staðar að með því að flytja áfengi í matvöruverslanir eykurðu notkun og sölu og eykur þar af leiðandi þau heilsuvandamál sem af þeim stafa,“ sagði Kári. „Fíknissjúkdómar, alkóhólismi og svipaðir sjúkdómar eru alvarlegustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi. Þetta er mjög alvarlegt heilsuvandamál. Það er mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að sjá til þess að áfengi fari ekki inn í matvöruveslanir.“ Kári benti á að þótt aðgengi sé nokkuð gott að áfengi á Íslandi þá sé það í sérstökum verslunum sem fólk fer inn í í þeim tilgangi að kaupa áfengi. „Ef þú setur í matvöruverslanir verður það fyrir augunum á þeim sem að eru að reyna að halda sig frá áfengi en þurfa að fara inn í matvöruverslanir til að kaupa sér mat.“ Hins vegar megi alveg velta fyrir sér að ríkið selji verslanirnar. Það hefði líklega verið betri hugmynd en að selja Landsbankann að mati Kára. Áfengið ætti samt að vera í sérverslunum. „Þetta er spurning um hvernig við hlúum að lösnu fólki í okkar samfélagi, ungu fólki í okkar samfélagi og reynum að koma í veg fyrir þann vanda sem hlýst af áfengissýki og annarri fíkn.“Þessir mættu í ÁTVR þann 1. mars 1989 og keyptu sér bjór.Vísir/GVASami hræðsluáróður og áður Áslaug lýsti skoðunum Kára að einhverju leyti sem hræðsluáróðri, að fólk verði galið af því að fara inn í matvöruverslun og sjá áfengi. Hræðsluáróðurinn væri á pari við það sem var í aðdraganda þess að bjórbanninu var aflétt, litasjónvörp komu á dagskrá og öðrum en ríkinu var leyft að vera með útvarpssendingar. „Þetta er nákvæmlega sami hræðsluáróðurinn frá fólki sem er afturhaldssamt.“ Kári kallaði röksemdir Áslaugar hlægilegar og fáránlegar þar sem búið væri að sýna fram á að með tilfærslu í matvöruverslanir aukist sala. Það væri ekki fórnarkostnaður sem væri þess virði að færa að færa áfengið í matvöruverslanir til að spara ríkinu pening. Áslaug var hins vegar þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla væri ástæða þess að dregið hefði úr áfengisneyslu eins og tölur SÁÁ sýni.
Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40