Illugi vill nýta bæði möguleika innan kerfis og utan til að bæta lestrarkunnáttu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 14:48 Illugi sagði óásættanlega stöðu uppi er varðar lestrarkunnáttu íslenskra barna. Vísir/Daníel Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu. Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu.
Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira