Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Þórhildur Þorkelsdóttir og Bjarki Ármannsson skrifa 19. janúar 2016 20:45 Þessi ungi maður var skiljanlega þreyttur eftir langt og krefjandi ferðalag frá Beirút til Akureyrar. Vísir/Sveinn 35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11
Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00