Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 20:00 Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. vísir/gva Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Undirskriftasöfnuninni var ýtt úr vör á föstudag og hefur Kári gefið út að hún muni standa yfir í 10 vikur. Nú þegar tveir dagar eru liðnir af söfnuninni er hún nú þegar orðin sú níunda stærsta í sögunni. Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Meðlimir í félaginu Já Íslandi afhentu forseta Alþingis og þingflokksformönnum allra flokka 53.555 undirskriftir þann 2. maí 2014. Þá var skorað á Alþingi að leggja þingsályktunartillögu, um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu, til hliðar og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. 51.296 skoruðu svo á forseta Íslands í átakinu Þjóðareign að vísa öllum lögum þar sem fiskveiðiauðlindum væri ráðstafað til lengri tíma en eins árs í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú söfnun stóð yfir í 69 daga - rétt tæpar 10 vikur. Forsvarsmenn FÍB afhentu Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra 41 þúsund undirskriftir mótmæli gegn hugmyndum um vegtolla á leiðum út frá höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hið sama ár tók Jóhanna Sigurðardóttir, sem þá var forsætisráðherra, við undirskriftum 47 þúsund manns sem vildu að stjórnvöld kæmu í veg fyrir söluna á HS Orku til einkaaðila og að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um orkuauðlindirnar.Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. 23. janúar 2016 13:27 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Undirskriftasöfnuninni var ýtt úr vör á föstudag og hefur Kári gefið út að hún muni standa yfir í 10 vikur. Nú þegar tveir dagar eru liðnir af söfnuninni er hún nú þegar orðin sú níunda stærsta í sögunni. Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Meðlimir í félaginu Já Íslandi afhentu forseta Alþingis og þingflokksformönnum allra flokka 53.555 undirskriftir þann 2. maí 2014. Þá var skorað á Alþingi að leggja þingsályktunartillögu, um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu, til hliðar og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. 51.296 skoruðu svo á forseta Íslands í átakinu Þjóðareign að vísa öllum lögum þar sem fiskveiðiauðlindum væri ráðstafað til lengri tíma en eins árs í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú söfnun stóð yfir í 69 daga - rétt tæpar 10 vikur. Forsvarsmenn FÍB afhentu Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra 41 þúsund undirskriftir mótmæli gegn hugmyndum um vegtolla á leiðum út frá höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hið sama ár tók Jóhanna Sigurðardóttir, sem þá var forsætisráðherra, við undirskriftum 47 þúsund manns sem vildu að stjórnvöld kæmu í veg fyrir söluna á HS Orku til einkaaðila og að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um orkuauðlindirnar.Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is
Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. 23. janúar 2016 13:27 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. 23. janúar 2016 13:27