22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 13:27 Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. Vísir/GVA 22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is
Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23