Saka Reebok fitness um fitufordóma nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 14:41 Margir hefja nýtt ár á líkamsræktarátaki. vísir/ernir/reebokfitness Samtök um líkamsvirðingu hafa gagnrýnt auglýsingu Reebok fitness, sem var meðal annars birt í Morgunblaðinu í dag. Nútíminn greindi fyrstur frá. Auglýsingin er mynd af hnellinni babúsku í íþróttafötum ofan við textann „losaðu þig við jólalögin“. Samtökin birtu stöðuuppfærslu á Facebook í dag þar sem þau gagnrýna auglýsinguna. „Jæja, þá er hin árlega líkamssmánun af hendi líkamsræktarstöðva byrjuð. Í staðinn fyrir að fara þá leið að hvetja og valdefla fólk af öllum stærðum og gerðum til að bæta heilsu sína á jákvæðum nótum er þessi leið farin. Skilaboð eru send um að feitir líkamar séu skammarlegir og að innra með hverjum og einum þeirra búi annar og grennri líkami,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslunni.Æi, en ömurlega yfirborðskennd auglýsing.Farið í ræktina til að vera heilbrigðari, sterkari, líða betur í skrokknum & hlúa að ykkur andlega pic.twitter.com/OkNUg9DWW6— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) December 30, 2016 „Fyrir utan að valda skömm og smánun með feitu fólki, eflir þetta fitufordóma innan samfélagsins.“ Skammist ykkar Reebok Fitness Ísland. Allir geta bætt heilsu sína óháð því hvort þyngdartap verði eða ekki og fitufordómar og smánun vegna holdafars er risastórt lýðheilsuvandamál. Enginn annar bransi græðir á smánun eins og megrunarbransinn, það er kominn tími til að vekja athygli á því og stoppa það!“ Reebok fitness birti auglýsingu sína einnig á Facebook en þónokkrir hafa lýst yfir gremju sinni í garð auglýsingarinnar í athugasemdum við hana. Öðrum sem skrifað hafa athugasemd á þráðinn finnst gagnrýnendurnir vera að gera stórmál úr auglýsingunni og sjá ekkert athugavert við hana. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Reebok fitness við vinnslu fréttarinnar. Hér að neðan má sjá auglýsingu Reebok fitness auk stöðuuppfærslu Samtaka um líkamsvirðingu: Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Samtök um líkamsvirðingu hafa gagnrýnt auglýsingu Reebok fitness, sem var meðal annars birt í Morgunblaðinu í dag. Nútíminn greindi fyrstur frá. Auglýsingin er mynd af hnellinni babúsku í íþróttafötum ofan við textann „losaðu þig við jólalögin“. Samtökin birtu stöðuuppfærslu á Facebook í dag þar sem þau gagnrýna auglýsinguna. „Jæja, þá er hin árlega líkamssmánun af hendi líkamsræktarstöðva byrjuð. Í staðinn fyrir að fara þá leið að hvetja og valdefla fólk af öllum stærðum og gerðum til að bæta heilsu sína á jákvæðum nótum er þessi leið farin. Skilaboð eru send um að feitir líkamar séu skammarlegir og að innra með hverjum og einum þeirra búi annar og grennri líkami,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslunni.Æi, en ömurlega yfirborðskennd auglýsing.Farið í ræktina til að vera heilbrigðari, sterkari, líða betur í skrokknum & hlúa að ykkur andlega pic.twitter.com/OkNUg9DWW6— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) December 30, 2016 „Fyrir utan að valda skömm og smánun með feitu fólki, eflir þetta fitufordóma innan samfélagsins.“ Skammist ykkar Reebok Fitness Ísland. Allir geta bætt heilsu sína óháð því hvort þyngdartap verði eða ekki og fitufordómar og smánun vegna holdafars er risastórt lýðheilsuvandamál. Enginn annar bransi græðir á smánun eins og megrunarbransinn, það er kominn tími til að vekja athygli á því og stoppa það!“ Reebok fitness birti auglýsingu sína einnig á Facebook en þónokkrir hafa lýst yfir gremju sinni í garð auglýsingarinnar í athugasemdum við hana. Öðrum sem skrifað hafa athugasemd á þráðinn finnst gagnrýnendurnir vera að gera stórmál úr auglýsingunni og sjá ekkert athugavert við hana. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Reebok fitness við vinnslu fréttarinnar. Hér að neðan má sjá auglýsingu Reebok fitness auk stöðuuppfærslu Samtaka um líkamsvirðingu:
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira