Tólfumenn óttast að klappið verði þreytt Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 07:00 Tólfan vakti verðskuldaða athygli á EM í Frakklandi. Benjamín er hér fremstur meðal jafningja, klæddur í hvítt. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira