Sjúkraflug mögulegt hefði neyðarbrautin verið opin: „Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 17:17 Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira