Sjúkraflug mögulegt hefði neyðarbrautin verið opin: „Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 17:17 Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“ Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira