Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira