Hjálmar: Samgöngukerfið ekki til að koma „þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2016 09:09 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent