Uppgjöf að boða til kosninga Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. desember 2016 07:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á Bessastöðum í gær. vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist í samtali við fréttastofu trúa því að mynduð verði ríkisstjórn og til þess eigi að leita allra leiða. Ef ekki tekst að mynda meirihlutastjórn þá eigi að skoða minnihlutastjórn en hann segir að það sé ákveðin uppgjöf að boða til kosninga. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafa opnað á umræðuna um að boða til kosninga að nýju. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, benti á það fyrir fjórum dögum að það væri andskotann ekki neitt að frétta af viðræðum um stjórnarmyndun. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Píratar hafa fengið stjórnarmyndunarumboðið en ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Ég myndi ætla að fyrst yrði leitað allra leiða til að mynda ríkisstjórn á grundvelli þess þings sem nú situr. Að mínu mati skyldi ekki útiloka kosningar en eins og sakir standa núna fælist í því ákveðin uppgjöf. Hvað ef illa gengi líka við næstu kosningar?“ segir Guðni. Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Sigurður Ingi sagði fyrir viku að ef ekki tækist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfaði slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Guðni bendir á að gott sé að spyrja hvað tæki við ef niðurstaða úr kosningum yrði sú sama. „Það kemur til álita að kjósa að nýju en mér finnst samt að menn eigi að einbeita sér að því að finna fyrst meirihlutastjórn, svo minnihlutastjórn sem njóti stuðnings og takist það ekki, þá skoðum við stöðuna. En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þinginu takist ekki að mynda starfhæfa stjórn. Alveg eins og samstarfsandinn síðustu daga sýndi þá er á þingi núna fólk sem vill í einlægni leita lausna og þess vegna leyfi ég mér að vera bjartsýnn yfir hátíðirnar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist í samtali við fréttastofu trúa því að mynduð verði ríkisstjórn og til þess eigi að leita allra leiða. Ef ekki tekst að mynda meirihlutastjórn þá eigi að skoða minnihlutastjórn en hann segir að það sé ákveðin uppgjöf að boða til kosninga. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafa opnað á umræðuna um að boða til kosninga að nýju. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, benti á það fyrir fjórum dögum að það væri andskotann ekki neitt að frétta af viðræðum um stjórnarmyndun. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Píratar hafa fengið stjórnarmyndunarumboðið en ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Ég myndi ætla að fyrst yrði leitað allra leiða til að mynda ríkisstjórn á grundvelli þess þings sem nú situr. Að mínu mati skyldi ekki útiloka kosningar en eins og sakir standa núna fælist í því ákveðin uppgjöf. Hvað ef illa gengi líka við næstu kosningar?“ segir Guðni. Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Sigurður Ingi sagði fyrir viku að ef ekki tækist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfaði slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Guðni bendir á að gott sé að spyrja hvað tæki við ef niðurstaða úr kosningum yrði sú sama. „Það kemur til álita að kjósa að nýju en mér finnst samt að menn eigi að einbeita sér að því að finna fyrst meirihlutastjórn, svo minnihlutastjórn sem njóti stuðnings og takist það ekki, þá skoðum við stöðuna. En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þinginu takist ekki að mynda starfhæfa stjórn. Alveg eins og samstarfsandinn síðustu daga sýndi þá er á þingi núna fólk sem vill í einlægni leita lausna og þess vegna leyfi ég mér að vera bjartsýnn yfir hátíðirnar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira