Lífið

Ariana Grande: „Ég er ekki kjötstykki“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/Getty
Tónlistarkonan Ariana Grande hefur fengið sig fullsadda af hlutgervingu kvenna í samfélaginu og gerði það ljóst á Twitter síðu sinni. Söngkonan lýsti þar upplifun sinni á atviki þar sem ungur aðdáandi kom að tali við hana og kærastan hennar, rapparann Mac Miller.

Hún lýsir atvikinu þannig að aðdáandinn hafi verið einkar spenntur að hitta Mac. Hann hafi siðan farið að hrósað Mac fyrir að vera með Ariönu og sagt að „hún sé fáránlega kynæsandi“ og sagt að hann væri ánægður með Mac „fyrir að vera að negla þetta.“

Þetta orðalag, þar sem Ariana var kölluð „þetta“ er það sem vakti athygli Ariönu og skrifaði hún á Twitter hve illa henni hefði liðið með að vera hlutgerð á þennan hátt. Hún sagði að svona orðræða væri til þess fallin að ala á óöryggi kvenna. 

Hún væri ekki kjötstykki sem menn mættu nota eftir hentugleika. Hún tók fram að henni sárnaði að ungt fólk ætti svo auðvelt með að tala á þennan veg og sagði að það væri mikilvægt að tala um þetta og að konur gerðu sér grein fyrir því að þær væru ekki hlutir fyrir aðra til að nota.

Eftir að hafa fengið holskeflu athugasemda yfir sig þar sem hún var meðal annars gagnrýnd fyrir að tjá sig um þetta vegna þess að hún væri sjálf viðriðin tónlistarbransa sem gengi út á hlutgervingu kvenna svaraði Grande fyrir sig í nokkrum tístum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×