„Það eru yfirgnæfandi líkur á að við náum saman“ Ásgeir Erlendsson skrifar 10. desember 2016 12:25 Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki." Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki."
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira