Áríðandi að lífeyrisfrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 19:00 Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra. Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra.
Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52
Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00