Áríðandi að lífeyrisfrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 19:00 Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra. Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra.
Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52
Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00