ASÍ gegn almannahagsmunum? Hannes G. Sigurðsson skrifar 9. desember 2016 14:52 Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar