Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2016 19:13 Frá undirritun kjarasamningsins í nóvember síðastliðnum. vísir/stefán Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“ Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26