Innlent

Brúneggjum gengur illa að selja egg og tveggja vikna birgðir á lager

Sveinn Arnarsson skrifar
Þessar pakkningar sjást ekki lengur í hillum stærstu verslana landsins.
Þessar pakkningar sjást ekki lengur í hillum stærstu verslana landsins. Vísir/Daníel

Lítið gengur hjá Brún­eggjum að selja eggin sem þau framleiða. Dyrum hefur verið lokað á framleiðslu fyrirtækisins í helstu stórverslanir landsins. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, segir lítið hafa breyst.



„Við eigum rúmlega tveggja vikna lager núna. Við höfum verið að selja lítið af eggjum og það ástand varir enn þá,“ segir Kristinn Gylfi. „Það er ekkert að þessum eggjum, við teljum líka markað fyrir þessi egg því það er mikil neysla á eggjum á þessum tíma.“



Fram kom í tilkynningu Matvælastofnunar í gær að fyrirtækinu hefði verið meinað að taka inn nýja fugla vegna ammoníaksmengunar. Kristinn segir að við því verði brugðist og að salan muni fara að glæðast innan skamms. „Það horfir allt til betri vegar og ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég held að við náum að selja þessa vöru. Mörgum finnst líka allt í góðu að eiga tíu daga lager sem ákveðna varúðarráðstöfun.“



Kristinn gat ekki sagt hversu mikið magn af eggjum væri um að ræða sem gengi ekki að selja. Þá sagðist hann ekki geta svarað því hvort samningaviðræður við stóru verslanirnar stæðu yfir til að komast inn á þann markað. Tap Brúneggja síðan hneykslið kom upp er því mjög mikið.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×