Bregðist við hækkandi húsnæðisverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að hækkun fasteignaverðs skýrist af hærra lóðaverði. Öðrum þáttum í byggingarkostnaði sé ekki um að kenna. Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira