Magni kvaðst vera saklaus Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Sjá meira
Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00
Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00
Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45