Íþróttaveðmál í Svíþjóð valda miklu hneyksli Benedikt Bóas skrifar 17. desember 2016 07:00 Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að glæpamenn sem áður einbeittu sér að eiturlyfjainnflutningi einbeita sér í auknum mæli að hagræðingu úrslita. Vísir/Eyþór „Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira