Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2016 08:15 Kirkjurústirnar við Hvalseyjarfjörð eru mestu fornminjar sem varðveist hafa eftir norrænu byggðina á Grænlandi, sem til varð með landnámi Eiríks rauða fyrir rúmlega þúsund árum. Svo vill til að það er einmitt úr þessari sömu kirkju sem umheimurinn fékk síðustu fréttir af norræna samfélaginu en það er skjal um brúðkaup árið 1408 þegar þau Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Björnsdóttir voru gefin saman í hjónaband. Byggð norrænna manna og örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudag. Hún lifði í 400-500 ár og samanstóð mestmegnis af fólki sem var ættað frá Íslandi. “Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á Íslandi,” segir í Landnámabók um fyrstu bylgju landnema frá Íslandi. Talið er að byggðin hafi endanlega verið komin í eyði á árabilinu 1450 til 1500. Í þættinum verður greint frá rannsóknum sem varpa ljósi á það hvernig lífið var í norrænu byggðunum á Grænlandi og að hvaða leyti það var frábrugðið íslensku samfélagi.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Rústir eftir byggðina verða skoðaðar og grafist fyrir um ástæður þess að hún hvarf en það er einhver mesta ráðgáta mannkyns. Fjallað verður um ólíkar kenningar sem birst hafa um afdrif Grænlendinganna. Var þeim rænt? Fluttu þeir til Ameríku? Kanaríeyja? Eða aftur til Íslands? Dóu þeir út vegna kulda eða sjúkdóma? Voru þeir drepnir? En það var ekki bara þjóðin sem hvarf heldur einnig öll vitneskja um samfélagið, sem áður hafði færst á milli kynslóða. Þótt mörg örnefni hafi varðveist ríkir enn óvissa um hvar mörg þeirra voru staðsett. Menn vita til dæmis ekki fyrir víst hvort kirkja sú sem í dag er kennd við Hvalseyjarfjörð sé í raun sú sem það nafn hafði til forna. Þá er enn deilt um það hvort Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett í dag. Lengi héldu menn að Brattahlíð hefði verið sá staður sem í dag er talinn vera biskupssetrið Garðar. Það var ekki fyrr en eftir að biskupsgröf fannst þar við fornleifauppgröft að fræðimenn ákváðu að sá staður hlyti að hafa verið Garðar og staðsettu þá Brattahlíð í næsta firði. Grænlandslýsing Ívars Bárðarsonar, staðgengils biskupsins að Görðum, sem rituð var um miðja 14. öld, er helsta heimildin um örnefnin en í henni sést innbyrðis afstaða helstu fjarða og lykilstaða. Þar gerir gæfumuninn að Ívar lýsir heitri laug í eyju á firði einumHeita laugin, sem sagt er frá í 700 ára gamalli Grænlandslýsingu, hefur reynst sterkasta viðmiðið í staðsetingu örnefna í norrænu byggðunum.Mynd/Ferðamálafulltrúi Suður-Grænlands."Í firðinum eru margir hólmar. Á þessum hólmum eru heitar laugar. Á sumrum lauga margir sig í þeim og fá bót meina sinna, " segir í 700 ára gamalli lýsingu Ívars. Heita laugin er þarna enn, sú eina á Grænlandi, og það fer því ekki á milli mála hvar hún var. Örnefni sem lýsa landslagi hafa einnig reynst notadrjúg. Það þykir til dæmis afar líklegt að hið forna norræna Hvítanes hafi verið við bæinn Qaqortoq, sem þýðir raunar hið hvíta á máli inúíta. Þar er nes með óvenju ljósum klettum. Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, í opinni dagskrá strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti, sem fjallaði um landnám Eiríks rauða á Grænlandi, geta séð hann kl. 16.45 í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Var hið norræna Hvítanes þar?Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 "Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. 4. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Kirkjurústirnar við Hvalseyjarfjörð eru mestu fornminjar sem varðveist hafa eftir norrænu byggðina á Grænlandi, sem til varð með landnámi Eiríks rauða fyrir rúmlega þúsund árum. Svo vill til að það er einmitt úr þessari sömu kirkju sem umheimurinn fékk síðustu fréttir af norræna samfélaginu en það er skjal um brúðkaup árið 1408 þegar þau Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Björnsdóttir voru gefin saman í hjónaband. Byggð norrænna manna og örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudag. Hún lifði í 400-500 ár og samanstóð mestmegnis af fólki sem var ættað frá Íslandi. “Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á Íslandi,” segir í Landnámabók um fyrstu bylgju landnema frá Íslandi. Talið er að byggðin hafi endanlega verið komin í eyði á árabilinu 1450 til 1500. Í þættinum verður greint frá rannsóknum sem varpa ljósi á það hvernig lífið var í norrænu byggðunum á Grænlandi og að hvaða leyti það var frábrugðið íslensku samfélagi.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Rústir eftir byggðina verða skoðaðar og grafist fyrir um ástæður þess að hún hvarf en það er einhver mesta ráðgáta mannkyns. Fjallað verður um ólíkar kenningar sem birst hafa um afdrif Grænlendinganna. Var þeim rænt? Fluttu þeir til Ameríku? Kanaríeyja? Eða aftur til Íslands? Dóu þeir út vegna kulda eða sjúkdóma? Voru þeir drepnir? En það var ekki bara þjóðin sem hvarf heldur einnig öll vitneskja um samfélagið, sem áður hafði færst á milli kynslóða. Þótt mörg örnefni hafi varðveist ríkir enn óvissa um hvar mörg þeirra voru staðsett. Menn vita til dæmis ekki fyrir víst hvort kirkja sú sem í dag er kennd við Hvalseyjarfjörð sé í raun sú sem það nafn hafði til forna. Þá er enn deilt um það hvort Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett í dag. Lengi héldu menn að Brattahlíð hefði verið sá staður sem í dag er talinn vera biskupssetrið Garðar. Það var ekki fyrr en eftir að biskupsgröf fannst þar við fornleifauppgröft að fræðimenn ákváðu að sá staður hlyti að hafa verið Garðar og staðsettu þá Brattahlíð í næsta firði. Grænlandslýsing Ívars Bárðarsonar, staðgengils biskupsins að Görðum, sem rituð var um miðja 14. öld, er helsta heimildin um örnefnin en í henni sést innbyrðis afstaða helstu fjarða og lykilstaða. Þar gerir gæfumuninn að Ívar lýsir heitri laug í eyju á firði einumHeita laugin, sem sagt er frá í 700 ára gamalli Grænlandslýsingu, hefur reynst sterkasta viðmiðið í staðsetingu örnefna í norrænu byggðunum.Mynd/Ferðamálafulltrúi Suður-Grænlands."Í firðinum eru margir hólmar. Á þessum hólmum eru heitar laugar. Á sumrum lauga margir sig í þeim og fá bót meina sinna, " segir í 700 ára gamalli lýsingu Ívars. Heita laugin er þarna enn, sú eina á Grænlandi, og það fer því ekki á milli mála hvar hún var. Örnefni sem lýsa landslagi hafa einnig reynst notadrjúg. Það þykir til dæmis afar líklegt að hið forna norræna Hvítanes hafi verið við bæinn Qaqortoq, sem þýðir raunar hið hvíta á máli inúíta. Þar er nes með óvenju ljósum klettum. Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, í opinni dagskrá strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti, sem fjallaði um landnám Eiríks rauða á Grænlandi, geta séð hann kl. 16.45 í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Var hið norræna Hvítanes þar?Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 "Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. 4. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
"Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. 4. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30