Innlent

Guðni bað Birgittu um að koma eina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birgitta og Guðni heilsast á fundi á Staðastað í Sóleyjargötu fyrr í dag.
Birgitta og Guðni heilsast á fundi á Staðastað í Sóleyjargötu fyrr í dag. vísir/ernir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bað Birgittu Jónsdóttur Pírata að koma eina til viðræðna við sig. Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka.

Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson voru því ekki með í för þegar Birgitta kom til Bessastaða nú fyrir stundu. Birgitta svaraði nokkrum spurningum fjölmiðlamanna þegar hún kom í hlað og sagðist telja sig vita um hvað fundurinn myndi snúast.

Líklegt má telja að Birgitta fái stjórnarmyndunarumboðið líkt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengu eftir fundi sína með Guðna.

Birgitta gat ekki fullyrt að hún myndi fá slíkt umboð en var spurð að því hvað myndi breytast í viðræðum fengi hún umboðið.

„Það eina sem myndi breytast er að það sé mikilvægt að það sitji ekki einn flokkur við borðsendann. Við myndum nálgast þetta út frá hringborði þar sem allir hafa jafn mikið vægi,“ sagði Birgitta.

Taldi hún mikilvægt að enginn flokkur myndi upplifa sig sem uppfyllingarefni í ríkisstjórn.

Vísir er með beina útsendingu frá Bessastöðum vegna fundar Birgittu og Guðna. Má sjá útsendinguna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×