Brady sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 10:30 Stuðningsmenn Patriots voru með þetta allt á hreinu í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira