Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2016 12:34 Mynd/Landsbjörg Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56