Kennarar ganga út í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:23 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói fyrr í mánuðinum en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. Vísir/Ernir Grunnskólakennarar víðast hvar á landinu ætla að leggja niður störf klukkan 13.30 í dag og þannig sýna samstöðu í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem kennarar ganga út af vinnustöðum sínum. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist gera ráð fyrir að langflestir kennarar muni leggja niður störf í dag, en þeir munu mæta aftur til starfa í fyrramálið. „Þetta er ekkert sem er skipulagt nema bara af okkur sjálfum og það er enginn sem heldur utan um þetta. En hljóðið í kennurum er mjög þungt og dapurt núna, sérstaklega eftir þessar uppsagnir sem eru að berast. Það eru tveir skólar sem halda ekki áfram starfsemi með þessu áframhaldi; Seljaskóli og Dalskóli í Úlfarsárdal,” segir Ágúst í samtali við Vísi. Líkt og Ágúst bendir á hafa verið fjöldauppsagnir í Seljaskóla og Dalskóla, en átján kennarar hafa sagt upp í Seljaskóla og um þriðjungur kennara í Dalskóla, að því er segir á mbl.is. Ágúst segir að fleiri kennarar hyggist segja störfum sínum lausum náist ekki samningar innan tíðar. Aðspurður segir hann að útganga kennara muni hafa óveruleg áhrif á kennslu. Skólastjórnendur þurfi hugsanlega að grípa inn í í einhverjum tilfellum. „Þetta er það seint um daginn en það er kannski einhver tími sem skólastjórnendur þurfa að dekka fyrir kennsluna,” segir hann. Kennarar ætla að hittast á samstöðufundum í allflestum hverfum klukkan 13.30. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Grunnskólakennarar víðast hvar á landinu ætla að leggja niður störf klukkan 13.30 í dag og þannig sýna samstöðu í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem kennarar ganga út af vinnustöðum sínum. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist gera ráð fyrir að langflestir kennarar muni leggja niður störf í dag, en þeir munu mæta aftur til starfa í fyrramálið. „Þetta er ekkert sem er skipulagt nema bara af okkur sjálfum og það er enginn sem heldur utan um þetta. En hljóðið í kennurum er mjög þungt og dapurt núna, sérstaklega eftir þessar uppsagnir sem eru að berast. Það eru tveir skólar sem halda ekki áfram starfsemi með þessu áframhaldi; Seljaskóli og Dalskóli í Úlfarsárdal,” segir Ágúst í samtali við Vísi. Líkt og Ágúst bendir á hafa verið fjöldauppsagnir í Seljaskóla og Dalskóla, en átján kennarar hafa sagt upp í Seljaskóla og um þriðjungur kennara í Dalskóla, að því er segir á mbl.is. Ágúst segir að fleiri kennarar hyggist segja störfum sínum lausum náist ekki samningar innan tíðar. Aðspurður segir hann að útganga kennara muni hafa óveruleg áhrif á kennslu. Skólastjórnendur þurfi hugsanlega að grípa inn í í einhverjum tilfellum. „Þetta er það seint um daginn en það er kannski einhver tími sem skólastjórnendur þurfa að dekka fyrir kennsluna,” segir hann. Kennarar ætla að hittast á samstöðufundum í allflestum hverfum klukkan 13.30.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira