„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar eru ósáttir. Vísir/Ernir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30
Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45
Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36
Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48