Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár Þorgeir Helgason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Fjöldi látinna í bílslysum eftir ári Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira