Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:15 Kísilmálmverksmiðjan var gangsett fyrir rúmum tveimur vikum og hafa íbúar kvartað yfir reykmengun síðan þá. Mynd/reykjanesbær Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.” Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.”
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45