Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag. Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag.
Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira