Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 19:00 Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“ Flóttamenn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“
Flóttamenn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira