Ekki útlit fyrir snjó á sunnan- og vestanverðu landinu á næstunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. nóvember 2016 19:30 Eðlilega með þeim mikla snjó sem kyngt hefur niður á götur Stokkhólms hefur það haft mikil áhrif á samgöngur í borginni. Strætisvagnaferðum var aflýst í borginni í gær og í dag urðu miklar tafir vegna færðar. Flugsamgöngur í gegnum Alranda flugvöll fóru úr skorðum og þá var skólastarfi í nokkrum skólum fellt niður þar sem kennarar komust ekki til vinnu. Íbúar borgarinnar hafa gagnrýnt yfirvöld þar sem hægt hefur gengið að hreinsa götur vegna þess hafa bíleigendur hafa þurft að skilja bíla sína eftir vegna færðar, ekki álíkt því og við þekkjum hér á landi þegar fyrsta alvöru snjókoman fellur. Snjódýptin í Stokkhólmi í gærmorgun mældist 29 sentimetrar og jafnaði það metið í borginni í Nóvembermánuði frá árinu 2004. Í morgun var svo snjódýptin komin í 39 sentimetra og það aðeins á sex klukkustundum. „Þetta er búið að vera mjög fyndið, búið að vera mjög athyglisvert sem íslendingur að horfa á fólk reyna bakka út úr stæðum og svona. Það er eins og þeir hafi aldrei séð snjó áður. Þetta er búið að vera svolítið kaótískt. Það eru bílar fastir hér og þar og fólk að vaða þessa risa skafla,“ segir Bára Kristgeirsdóttir, hönnuður sem búsett er í Stokkhólmi.Er þetta eitthvað á líkt því sem þið þekkið héðan frá Íslandi?„Já þetta er nefnilega svo mikið. Það hefur ekki hætt að snjóa í allan gærdag. Hlutirnir ganga hægar fyrir sig. Það er seinkun á flestum lestum og föst á leikskólanum hjá dóttur minni þurfti að gista þar yfir nóttina af því hún komst ekki með strætó heim til sín,“ segir Bára. Frosti er spáð á svæðinu næstu daga en íbúar Stokkhólms þurfa þó ekki að örvænta því spáð er mildara veðri í næstu viku. Veðurfarið í Stokkhólmi síðasta sólarhringinn er eitthvað sem við hér á Íslandi ættum að vera vön. Spurningin er hins vegar hvenær kemur veturinn til okkar og hvenær fer eiginlega að snjóa? „Það er nú ekki víst að það verði mikill snjór á næstunni sunnanlands og vestan. Það lítur út fyrir umhleypingar og sunnanátt og það er að mestu leyti rigning í því,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur.Erum við að slá einhver met? „það verður að segja það. Það hefur aldrei nokkrun tímann mælst eins hlýr október í Stykkishólmi og þar hefur nú verið mælt lengur en nokkur staðar annars staðar á landinu eða frá miðri nítjándu öld og október hefur hefur ekki verið eins hlýr í Reykjavík síðan 1915,“ segir Haraldur Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Eðlilega með þeim mikla snjó sem kyngt hefur niður á götur Stokkhólms hefur það haft mikil áhrif á samgöngur í borginni. Strætisvagnaferðum var aflýst í borginni í gær og í dag urðu miklar tafir vegna færðar. Flugsamgöngur í gegnum Alranda flugvöll fóru úr skorðum og þá var skólastarfi í nokkrum skólum fellt niður þar sem kennarar komust ekki til vinnu. Íbúar borgarinnar hafa gagnrýnt yfirvöld þar sem hægt hefur gengið að hreinsa götur vegna þess hafa bíleigendur hafa þurft að skilja bíla sína eftir vegna færðar, ekki álíkt því og við þekkjum hér á landi þegar fyrsta alvöru snjókoman fellur. Snjódýptin í Stokkhólmi í gærmorgun mældist 29 sentimetrar og jafnaði það metið í borginni í Nóvembermánuði frá árinu 2004. Í morgun var svo snjódýptin komin í 39 sentimetra og það aðeins á sex klukkustundum. „Þetta er búið að vera mjög fyndið, búið að vera mjög athyglisvert sem íslendingur að horfa á fólk reyna bakka út úr stæðum og svona. Það er eins og þeir hafi aldrei séð snjó áður. Þetta er búið að vera svolítið kaótískt. Það eru bílar fastir hér og þar og fólk að vaða þessa risa skafla,“ segir Bára Kristgeirsdóttir, hönnuður sem búsett er í Stokkhólmi.Er þetta eitthvað á líkt því sem þið þekkið héðan frá Íslandi?„Já þetta er nefnilega svo mikið. Það hefur ekki hætt að snjóa í allan gærdag. Hlutirnir ganga hægar fyrir sig. Það er seinkun á flestum lestum og föst á leikskólanum hjá dóttur minni þurfti að gista þar yfir nóttina af því hún komst ekki með strætó heim til sín,“ segir Bára. Frosti er spáð á svæðinu næstu daga en íbúar Stokkhólms þurfa þó ekki að örvænta því spáð er mildara veðri í næstu viku. Veðurfarið í Stokkhólmi síðasta sólarhringinn er eitthvað sem við hér á Íslandi ættum að vera vön. Spurningin er hins vegar hvenær kemur veturinn til okkar og hvenær fer eiginlega að snjóa? „Það er nú ekki víst að það verði mikill snjór á næstunni sunnanlands og vestan. Það lítur út fyrir umhleypingar og sunnanátt og það er að mestu leyti rigning í því,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur.Erum við að slá einhver met? „það verður að segja það. Það hefur aldrei nokkrun tímann mælst eins hlýr október í Stykkishólmi og þar hefur nú verið mælt lengur en nokkur staðar annars staðar á landinu eða frá miðri nítjándu öld og október hefur hefur ekki verið eins hlýr í Reykjavík síðan 1915,“ segir Haraldur
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira