Borgarstjóra leið líkamlega illa út af kjöri Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 19:11 Dagur B. Eggertsson er strax farinn að sakna Obama. visir/arnþór Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent