Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari bendir á að traust sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt samningsmódel á vinnumarkaði. vísir/ernir „Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira