Ofurtunglið verður ekkert kvikmyndatungl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 13:30 Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira