Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 20:45 Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember. Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Sjá meira
Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember.
Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Sjá meira
Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent